WedPics app - Myndir

Við erum búin að setja upp aðgang hjá WedPics og biðjum þá sem eru með android eða snjallsíma að ná í app sem heitir einfaldlega WedPics.
Þeir sem eru ekki með slíka síma geta skráð sig inná síðunni þeirra hér. Auðveldast er að skrá sig í gegnum facebook aðganginn sinn.
Þar sláið þið síðan inn lykilorð til þess að komast inn á myndasíðuna okkar. Ég hef nú þegar sent lykilorðið á alla brúðkaupsgesti á facebook
en aðrir geta haft samband við mig S: 868-3915 eða birnaha@hotmail.com til þess að fá það uppgefið.

Á þessari síðu er ætlunin að safna saman sem flestum myndum og minningum sem bæði við og þið getið skoðað.
Okkur þætti því vænt um ef þið mynduð hlaða inn öllum myndunum sem þið takið í gæsun, steggjun og brúðkaupinu sjálfu.
Það er hægt að gera í símanum í gegnum appið eða fyrir þá sem eru með myndavélar þá er einnig hægt að hlaða þeim inn í gegnum tölvu á síðunni sjálfri.

Þetta er í raun nútímalegri útfærsla af einnota myndavélunum sem hafa verið vinsælar í brúðkaupum :)
Ótrúlega sniðugt !!

No comments:

Post a Comment